Bio/CV:
Gísli Sigurðsson hefur starfað á Árnastofnun frá 1990. Hann hefur séð um sýningar um forn fræði og handritin, unnið að alþýðlegum útgáfum forntexta, skrifað bækur um gelísk áhrif á Íslandi, munnlega hefð og fornsögur, og um hvað sé merkilegt við íslenskar fornbókmenntir; einnig lagt stund á þáttagerð í útvarpi og skrifað ritdóma og greinar í blöð og tímarit, auk þess að ritstýra útgáfu vesturíslenskra munnmæla, ýmsum fræðiritum og tímariti stofnunarinnar Griplu. Þá kennir Gísli stöku sinnum í þjóðfræðadeild HÍ.
Role: